tfadmin

About Tónaflóð Kerfisstjóri

This author has not yet filled in any details.
So far Tónaflóð Kerfisstjóri has created 224 blog entries.

Snjallsímafíkn er til – Snjallsímar ógna fjölskyldulífi

Fólk skoðar símann sinn allt að 150 sinnum á dag. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla segir að of mikil snjallsímanotkun hafi slæm áhrif á fjölskyldulíf. Mikilvægt sé að takmarka notkunina utan vinnutíma til að missa ekki af gæðastundum. Rannsóknir sýna að meðalnotkun fólks á snjallsíma er þrjár og hálf klukkustund á dag, 52 [...]

12.04.2015|

Laus störf næsta vetur í Grunnskólanum í Sandgerði

Grunnskólakennari Viltu starfa í uppbyggilegu og metnaðarfullu umhverfi? Við Grunnskólann í Sandgerði vantar áhugasama grunnskólakennara sem vilja taka þátt í uppbyggilegu og metnaðarfullu starfi. Alls eru 230 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is. Skólinn óskar eftir grunnskólakennurum í eftirfarandi störf: Umsjón á yngsta- mið- og elsta stigi Umsjónakennarar á [...]

12.04.2015|

Einhverfa – blár dagur föstudaginn 10. apríl

Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 10. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp [...]

08.04.2015|

Páskafrí

Starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra páska.  Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn, 8. apríl.

06.04.2015|

Flottir nemendur Grunnskólans á Skólahreysti

Grunnskólinn í Sandgerði tók þátt í Skólahreysti líkt og undanfarin ár.  Liðið skipuðu Óskar Marinó Jónsson, Rebekka Rún Engilbertsdóttir, Tanja Ýr Ásgeirsdóttir og Ólafur Ævar Kristinsson. Svanfríður Á. Steingrímsdóttir og Eyþór Elí voru til vara. Óskar keppti í upphýfingum og dýfum, Tanja Ýr í armbeygjum og hreystigripi. Þau voru flottir fulltrúar skólans.  Liðið endaði í [...]

29.03.2015|

Stóra upplestrarkeppnin

Hildur Ýr Hafsteinsdóttir og Skúli Guðmundsson, nemendur í 7. VG stóðu sig frábærlega á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Duus-húsum þriðjudaginn 24. mars. 

25.03.2015|

Árshátíð

Forráðamenn, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir velunnarar. Fimmtudaginn, 26. mars verður árshátíð Grunnskólans í Sandgerði. Nemendur í skólahópi leikskólans auk nemenda úr 1. -  6. bekk eru með sína árshátíð kl. 12:15 og munu þau sýna leikritið Kardemommugerði á sal skólans. Nemendur í 7. - 10. bekk eru með sína árshátíð um [...]

25.03.2015|

Snjókarlafjör á Youtube

Nú er hægt að skoða myndbandsbúta og myndir frá 12. mars  á Youtube. Nemendur léku sér úti í snjónum í frímínútum og höfðu gaman af. Hér er myndbandið.

23.03.2015|

Góður árangur í Stærðfræðikeppni FS

Tveir nemendur úr 9. AKE eru í hópi tíu efstu fimmtán ára nemenda á Suðurnesjum í stærðfræði eftir að hafa tekið þátt í Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Suðurnesja. En keppnin er haldin árlega fyrir grunnskólanemendur af svæðinu. Nemendur voru að vonum ánægðir og bekkjarsystkini þeirra ekki síður ánægð með sitt fólk og góðan árangur.

21.03.2015|

Góð gjöf í Ásgarð

  Í vikunni fékk skólinn gjöf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu. Nemendur og starfsfólk í Ásgarði opnuðu pakkann en þar eru nemendur með einhverfu og skyldar raskanir. Í pakkanum voru tvær kúlusessur og heyrnahlífar. Það var spenningur, tilhlökkum og að sjálfsögðu vildu allir opna pakkann. Eftir umræður um hvernig margir einstaklingar gætu opnað einn pakka [...]

20.03.2015|