Nemendur í 3. bekk voru að lesa og vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og gerðu þau þessi fínu tröll í myndmenntartímum. Nemendur gerðu fyrst hugarkort um hvernig tröllið þeirra ætti að líta út, en eins og alltaf þá breytist eða bætist við hugmyndir sem gerir sköpunarferlið svo áhugavert og skemmtilegt.