Forráðamenn, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur
og aðrir velunnarar.

Fimmtudaginn, 26. mars verður árshátíð Grunnskólans í
Sandgerði. Nemendur í skólahópi leikskólans auk nemenda úr 1. –  6. bekk eru með
sína árshátíð kl. 12:15 og munu þau sýna leikritið Kardemommugerði á sal
skólans.

Nemendur í 7. – 10. bekk eru með sína árshátíð um kvöldið
kl. 19:30 þar sem hver bekkur er með atriði og svo verður dansleikur að
árshátíð lokinni.

Hvetjum alla til að koma og eiga góða stund með okkur.