Fimmtudaginn 11. apríl 2019 er árshátíð nemenda í 7. – 10. bekk Sandgerðisskóla. Árshátíðin verður haldin í skólanum.

Húsið opnar kl. 19:15 en skemmtunin hefst stundvíslega kl. 19:30. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og horfa á skemmtiatriðin. Börn yngri en 12 ára (6. bekk) verða að vera í fylgd með fullorðnum á meðan atriðin eru og fara heim með þeim að atriðum loknum.

* Eftir skemmtidagskrá frá nemendum verður dansleikur.
* Aðgangseyrir á ballið er 1000 krónur.
* Plötusnúður á ballinu er Heiðar Austmann. Dansleiknum lýkur kl. 23:30
* Hefðbundið skólahald fellur niður þennan dag.

Föstudaginn 12. apríl mæta nemendur í skólann kl. 10:05 og eru til hádegis.