Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Jólaleyfi nemenda hefst föstudaginn 21.desember. Nemendur mæta aftur í skólann að loknu jólaleyfi föstudaginn 4.janúar 2019, samkvæmt stundaskrá.

Miðvikudagurinn 19.desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi. Skólasel opnar aftur föstudaginn 4.janúar 2019.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Með jólakveðju,
starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði.